Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 31. október 2024 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Atlético í vandræðum með áhugamannalið
Julian Alvarez skoraði bæði mörk Atlético
Julian Alvarez skoraði bæði mörk Atlético
Mynd: EPA
UE Vic 0 - 2 Atlético Madríd
0-1 Julian Alvarez ('81, vítaspyrna)
0-2 Julian Alvarez ('90 )

Atlético Madríd skreið áfram í aðra umferð spænska konungsbikarsins í kvöld er liðið vann ósannfærandi 2-0 sigur á áhugamannaliðinu UE Vic.

Staðan í hálfleik var markalaus og var það þá sem Diego Simeone fór að kasta stóru byssunum inn á.

Thomas Lemar, Koke og Javi Galan komu inn áður en Antoine Griezmann og Julian Alvarez voru kynntir til leiks.

Á 81. mínútu tókst Atlético loks að komast í forystu er Alvarez skoraði úr vítaspyrnu og undir lokin bætti hann við öðru eftir stoðsendingu Angel Correa.

Ekki beint sannfærandi hjá Atlético gegn liði sem spilar í sjöundu efstu deild Spánar, en þó nóg til þess að komast áfram í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner