Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 06. september 2019 10:15
Magnús Már Einarsson
Atli Sigurjóns spáir í 16. umferð Pepsi Max-kvenna
Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís skorar tvö samkvæmt spá Atla.
Fanndís skorar tvö samkvæmt spá Atla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn byrjar að rúlla aftur í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld eftir landsleikjahléið. Þrjár umferðir eru eftir og ennþá er mikil spenna á toppi og botni.

Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, settist í spámannssætið fyrir umferðina.



HK/Víkingur 1 - 0 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Óvæntur heimasigur. HK/Víkingur voru rændar á Kópavogsvelli fyrr í sumar þegar dómarinn ákvað að nota „play untill they score” uppbótartíma. Þær hefna fyrir það núna og skora sigurmarkið á 88. mínútu.

Valur 4 - 0 ÍBV (14:00 á sunnudag)
Sannfærandi Vals sigur. Fanndís með tvö mörk, Elín Metta eitt og Hlín Eiríks eitt.

Stjarnan 1 - 1 Keflavík (14:00 á sunnudag)
Stál í stál. Bæði lið hrædd við að tapa þessum leik þannig þetta fer 0-0 eða 1-1.

Selfoss 2 - 1 Fylkir (14:00 á sunnudag)
Tvö lið sem eru búin að vera virkilega góð í sumar. Ída Marín kemur Fylki yfir en Hólmfríður svarar með tveimur mörkum.

KR 3 - 3 Þór/KA (16:00 á sunnudag)
Þór/KA eru búnar að vera í veseni á Meistaravöllum í síðustu tveimur viðureignum en þetta fer sennilega jafntefli núna í markaleik. Betsy, Gloria og Kristín Erla skora fyrir KR. Andrea, Arna Sif og Þórdís sjá um mörkin fyrir Þór/KA.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Gunnar Birgisson (4 réttir)
Sif Atladóttir (4 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Guðrún Arnardóttir (3 réttir)
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir (2 réttir)
Gunnar Borgþórsson (2 réttir)
Erna Guðrún Magnúsdóttir (2 réttir)
Orri Sigurður Ómarsson (2 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner