Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. júní 2010 23:46
Fótbolti.net
Umfj: Verðskuldaður en óvæntur sigur Völsungs á BÍ/Bolungarvík
Stefán Pálsson skrifar frá Bolungarvík
Hrannar Björn kom Völsungum yfir.
Hrannar Björn kom Völsungum yfir.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bjarki Baldvinsson skoraði úr víti.
Bjarki Baldvinsson skoraði úr víti.
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
BÍ/Bolungarvík 0-3 Völsungur:
0-1 Hrannar Björn Steingrímsson ('33)
0-2 Bjarki Baldvinsson ('55)
0-3 Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ('90+)
Rautt spjald: Guðni Páll Viktorsson, BÍ/Bolungarvík ('55)

BÍ/Bolungarvík og Völsungur mættust á Skeiðisvelli í Bolungarvík og voru vallaraðstæður ágætar. Smá rigning og hafði það nokkur áhrif á leik beggjað liða.

Leikurinn fór mjög rólega af stað og lítið sem ekkert gerðist fyrstu 10. mínuturnar. Þar eftir fór sóknarleikur beggjað liða að aukast og á 20. mínútu eiga Vestfirðingar aukaspyrnu að marki Húsavíkinga, boltinn barst fyrir fætur Gunnars Márs Elíassonar sem á gott skot en Steinþór Auðunsson varði vel í markinu.

Við þetta vöknuðu bæði lið til muna en voru leikmenn BÍ/Bolungarvíkur þó sterkari. Andri Rúnar Bjarnason fær góða sendingu frá Emil Pálssyni inn fyrir vörn gestanna en skýtur beint á markmanninn.

Strax í næstu sókn fær Matthías Króknes Jóhannsson boltann út á hægri, skallar hann inn fyrir vörn Völsungsmanna en Milan Krivocapic var rangstæður. BÍ/Bolungarvík fá þar rétt á eftir aukaspyrnu á stórhættulegum stað sem tekin er stutt á Matthías Króknes Jóhannsson sem náði að þræða hann í gegnum vörn Völsungs á Andra Rúnar Bjarnason sem átti gott skot en enn og aftur gerir Steinþór Auðunsson vel í markinu.

En á 33. mínútu dró til tíðinda. Völsungsmenn sækja hratt upp kantinn klafs í teignum, boltinn fellur fyrir lappirnar á Hrannari Birni Steingrímssyni sem setur boltann auðveldlega í netið þar sem leikmenn BÍ/Bolungarvíkur stóðu og horfðu á og vildu fá rangsstöðu.

Seinni hálfleikur byrjaði svo mjög hressilega þar sem leikmenn BÍ/Bolungarvíkur komur grimmir inn og lágu á marki gestanna fyrstu 5 mínuturnar í síðari hálfleik. En á 55. mínútu skyndisókn hjá Völsungi en Guðni Páll Viktorsson brýtur á sóknarmanni Völsungs og uppsker rautt spjald. Ekki voru allir par sáttir með ákvörðun dómarans sem senti Bjarka Baldvinsson á vítapunktinn. Róbert Örn Óskarsson ver boltann en Bjarki nær boltanum aftur og setti hann í netið.

Næstu mínútur áttu bæði lið sín færi en ná ekki að klára með marki.
Dalibor Nedic ver síðan vel á línu undir lok leiksins.

En þegar að vel er komið yfir 90 mínúturnar náðu 2 leikmenn Völsungs að sækja hratt á 1 varnarmann BÍ/Bolungarvíkur, spiluðu gott þríhyrningaspil í gegn en mikið vafaatriði var hvort að þetta hefði verið rangstöðumark en línuvörðurinn var viss á sínu og dæmir mark og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson því tryggir óvæntann en verðskuldaðann sigur Völsungs á slöku liði BÍ/Bolungarvíkur.

Margir voru sammála því að dómaratríó leiksins áttu ekki sinn besta leik í kvöld.
banner
banner
banner