Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. september 2010 15:46
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sporting Life 
Pique: Vandræðalegt fyrir Torres að spila með Liverpool
Torres hefur ekki enn unnið titil á Anfield.
Torres hefur ekki enn unnið titil á Anfield.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Gerard Pique segir að það sé pínlegt fyrir framherjann Fernando Torres að þurfa að spila í Evrópudeildinni og hefur þessi varnarmaður Barcelona hvatt samlanda sinn til að yfirgefa Liverpool.

Segir Pique, sem hampaði heimsmeistaratitlinum með Torres í Suður Afríku í sumar, að þessi frábæri framherji eigi það skilið að vinna titla í stað þess að sætta sig alltaf við það næsbesta.

„Þetta gengur bara engan veginn fyrir Nando. Þetta er bara vonlaust,“ sagði Pique.

„Ég talaði við hann áður en hann skuldbatt sig Liverpool og hann sagðist vilja vinna titla með félaginu, en ef að félagið myndi ekki fjárfesta og sýna vilja sinn í verki yrði hann að fara.“

„Það er virkilega vandræðalegt fyrir Fernando að þurfa að spila fyrir lið í þessum gæðaflokki.“

„Þú myndir aldrei sjá Messi eða Rooney spia í Evrópudeildinni þannig að það er engin ástæða fyrir Torres að spila þar.“

„Hann er besti framherji heims ásamt David Villa og hann á að geta unnið titla með félagsliði sínu líkt og hann gerir með landsliðinu.“

„Liverpool hefur nú þegar sýnt á þessu tímabili að þeir geta ekki unnið titla og það hlýtur að duga til. Þeir eru að láta reyna á tryggð hans. Á seinustu tveimur tímabilum hafa þeir lofað að þeir muni berjast um titla. Þeir hafa alls ekki staðið við það og það lítur ekki út fyrir að þjálfarinn né leikmenn hafi nokkra trú á þessu félagi.“

„Það getur ekki verið að Fernando verði áfram næsta sumar. Margir leikmenn sem eru slakari en hann hefðu farið seinasta sumar. En hann er góður náungi og trúði þeim þegar þeir sögðust ætla að styrkja liðið.“

„Ég veit að hann vill fara til félags sem getur unnið deildina og Evróputitla. Ég yrði hæstánægður ef við fengjum Fernando næsta sumar.“

banner
banner