Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   mið 21. september 2011 22:09
Alexander Freyr Tamimi
Sigurður Ragnar: Lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Kvenaboltinn
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna var að vonum svekktur eftir markalaust jafntefli sinna stúlkna gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Belgía

„Við erum öll svekkt og líður svolítið eins og við höfum tapað. Þetta var nú samt jafntefli og við fengum eitt stig, en við lítum samt á þetta sem tvö töpuð stig,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.

„Belgía mættu í raun bara til að fá eitt stig og fögnuðu vel að leikslokum. Þær bökkuðu vel í vörn og reyndu að tefja eins og þær gátu. Við vissum svosum að þær myndu reyna það en þeim tókst vel í varnarleiknum, ég get alveg hrósað þeim fyrir það. Þær náðu að loka vel á okkur, en engu að síður sköpuðum við okkur alveg helling af færum í leiknum. En þegar við nýtum þau ekki, þá endar þetta 0-0.“

„Mér fannst við ekki ná sama tempói í þessum leik og ekki sama flæði í spilinu og gegn Noregi, ef ég miða við fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekkert sérstaklega góður á móti Noregi nema varnarlega, en núna þurftum við náttúrulega að sækja til að brjóta á bak aftur lið sem er með 11 manns á bakvið boltann, það er oft erfitt. Mér finnst jákvætt að við sköpuðum fullt af færum en neikvætt að við nýttum ekki neitt.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner