Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. júní 2012 14:30
Magnús Már Einarsson
Jóhann Helgi: Grátlegt að missa af KA leik út af djöfulsins vitleysu
Jóhann Helgi Hannesson.
Jóhann Helgi Hannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Ég næ þessu ekki. Ég er búinn að hugsa um þetta aftur og aftur og að missa af KA leiknum fyrir svona djöfulsins vitleysu er grátlegt," segir Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs en hann fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks í 2-2 jafntefli gegn ÍR í fyrstu deildinni á laugardag.

Jóhann Helgi mun taka út leikbann í nágrannaslagnum gegn KA á fimmtudag. Jóhann er Þórsari í húð og hár og hann ber meðal annars tattú með merki félagsins. Hann segir það vera hrikalegt að missa af nágrannaslagnum gegn KA.

,,Þetta er leikur sem maður er búinn að bíða eftir allt sumarið. Mér langar meira að spila þennan leik en þessa Evrópuleiki," sagði Jóhann við Fótbolta.net í dag en Þórsarar munu taka þátt í Evrópukeppni í sumar eftir að hafa endaði í öðru sæti í bikarnum í fyrra.

,,Gjörsamlega út í hött":
Jóhann fékk rauða spjaldið hjá Þórði Má Gylfasyni dómara í leiknum á laugardag eftir baráttu við Nigel Quashie. Jóhann var með boltann þegar hann flæktist í löppunum á Quashie sem féll við. Þórður Már sýndi Jóhanni rauða spjaldið en á myndbandsupptökum sést að um rangan dóm er að ræða.

Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu (eftir 2:30 mín)

,,Ég skildi þetta ekki þegar ég var inni á vellinum og eftir að hafa séð þetta 50 sinnum á myndbandi þá skil ég þetta ekki ennþá. Ég er með boltann og ætla að taka af stað þegar hann hleypur á mig. Ef eitthvað var þá held ég að ég hefði átt að fá aukaspyrnuna. Ég skildi ekki af hverju hann var að stoppa leikinn en síðan fer hann í vasann og ég skildi ekkert hvað var að gerast. Þetta var gjörsamlega út í hött."

Þórsarar hafa reynt að tala við KSÍ í von um að rauða spjaldið verði fellt niður en á Íslandi er ekki hægt að áfryja spjöldum og því verður Jóhann í banni á fimmtudag.

,,Ég held að menn hafi bjallað í KSÍ í allan gærdag til að tala við menn og þeir vilja endilega fá myndbandsupptöku en þeir segja að spjaldið verði ekki tekið til baka. Það er gjörsamlega út í hött því að hver heilvita maður sem horfir á þetta myndband sér að að ekki er hægt að sjá að það sé brot eða rautt spjald. Myndbandið er sama sjónarhorn og dómarinn er með og það er mjög skrýtið að það sé ekki hægt að áfrýja þegar er svona auglýst að dómarinn hefur rangt fyrir sér."

Mætir í eðlubúning á leikinn:
Jóhann ætlar að láta vel í sér heyra í stúkunni á fimmtudaginn en Þórsarar hafa þann hátt á að leikmenn sem eru í leikbanni þurfa að klæða sig upp eins og risaeðlur þegar þeir taka út leikbann í heimaleikjum.

,,Ég fer í eðlubúninginn og nýju Mjölnismanna peysuna og reyni að öskra strákana til sigurs. Það þýðir ekkert að vera heima grenjandi, það þarf að styðja strákana," sagði Jóhann ákveðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner