,,Þessi sigur úti í Úkraínu var frábært. Við hefðum getað spilað betur samt sem áður og þær líka en sigurinn var mikilvægur," sagði Þóra Björg Helgadóttir markvörður Íslands en liðið mætir Úkraínu í síðari umspilsleik þjóðanna á Laugardalsvelli annað kvöld.
Ísland vann fyrri leikinn ytra 2 -3 og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn. En hvernig var leikurinn úti?
,,Hann var frekar jafn, þær voru mikið með boltann reyndar en við nýttum okkur þeirra mistök í fyrstu tveimur mörkunum og skoruðum svo meira spilmark í þriðja. Við erum beittari en þær eru mjög góðar í fótbolta."
,,Þetta var bara fyrri hálfleikur, við unnum og það er allt opið í seinni. Þær eru öðruvísi lið, þær eru ekki beint líkamlega fastar fyrir, en eru týpískt austur evrópskt lið, þær eru leiknar með boltann en kannski ekki með sama líkamlega styrk og við."
Nánar er rætt við Þóru í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir






















