banner
   lau 17. desember 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Veikur stuðningsmaður Sunderland fékk 28.000 jólakort
Bradley Lowery kann vel við sig á fótboltavellinum
Bradley Lowery kann vel við sig á fótboltavellinum
Mynd: Getty Images
Fótbolti er fallegur leikur og gott dæmi um það er saga Bradley Lowery, sem er ungur stuðningsmaður Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.

Bradley, sem er aðeins 5 ára gamall, er með sjaldgæfa tegund af krabbameini sem er komið á alvarlegt stig. Bradley er eins og áður segir mikill stuðningsmaður Sunderland og fékk hann draumadaginn sinn uppfylltan í vikunni.

Bradley var lukkupolli Sunderland þegar liðið mætti Chelsea á miðvikudaginn og leiddi liðið út á völlinn fyrir leik. Hann fékk einnig myndir af sér með Jermain Defoe og Diego Costa fyrir leik.

Bradley hefur fengið mikinn stuðning í Englandi, en hann hefur til að mynda fengið 28.000 jólakort frá fótboltastuðningsmönnum og móðir hans er virkilega snortin yfir stuðningnum.

„Hingað til hafa viðbrögðin verið gríðarleg og við getum ekki þakkað öllum nægilega mikið fyrir hlý orð í hans garð," skrifaði móðir Bradley á Facebook.

„Okkur hlakkar til að lesa það sem þið senduð okkur með Brad og gjafirnar og peningurinn sem hann er búinn að fá, það er frábært. Við viljum þakka öllum kærlega fyrir að gera jólin hjá Bradley þau eftirminnilegustu frá upphafi."

Hér að neðan má sjá myndband frá draumadeginum hans Bradley Lowery.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner