PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja 3 stig ef þú skorar 3 mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
   sun 19. mars 2017 21:25
Magnús Már Einarsson
Óli Jó: Við drögum liðið ekki úr keppni
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta var fínn leikur hjá okkur. Ég er nokkuð sáttur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 2-1 sigur á Víkingi Ólafsvík í Lengjubikarnum í kvöld.

Valsmenn eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum og eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum sem fara fram 9. apríl. Undanúrslitin í Lengjubikar eru síðan 13. apríl en Valsmenn verða í æfingaferð í Bandaríkjunum 10-20. apríl.

„Einhver hluti af okkur verður erlendis, ég veit ekki hvernig við göngum frá þessu. Ég er ekkert farinn að pæla í því," segir Ólafur en hann útilokar að draga lið Vals úr keppni ef liðið fer áfram í undanúrslit.

„Við drögum liðið ekki úr keppni. Það kemur ekki til greina. Við vinnum saman í því að finna leikdag."

Ólafur reiknar ekki með frekari liðsstyrk áður en keppni í Pepsi-deildinni hefst þann 30. apríl. „Við erum ekki að leita þessa stundina. Við erum komnir með alla okkar leikmenn held ég," sagði Óli.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner