Gluggadagsslúðrið - Arsenal gæti gert tilboð í Sterling eða Koeman - Chelsea reynir að fá Sancho
Venni: Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta möguleiki
Halli Hróðmars: Erum við ekki alveg þar, að vera berjast um sæti í efstu deild
Hilmar Árni: Sást að menn voru að njóta sín inni á vellinum
Jökull: Fannst við vera með fulla stjórn á þessum leik
Ómar: Svolítið öðruvísi svekktur en oft áður
Bjarni Jó: Það var mikill æsingur í kringum þetta
Ian Jeffs: Erfitt að kyngja því að við erum að tapa leiknum á þessu atviki
Björn Daníel: Sýnum oft karakter og gerðum það hér í dag
Heimir: Hann var svona 60-70% heill
Rúnar Páll: Þeir kaffærðu okkur bara
Dóri Árna: Þurftum að leysa leikinn aðeins upp
Jón Þór: Misstum tök á því sem við vorum að gera vel
Höskuldur: Ef maður bankar nógu oft
Daníel Hafsteins: Hann bara rænir marki þarna
Rúnar Kristins: Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir
Haddi: Æðislegt fyrir Dag að klára þetta og vera hetja í lokin
Gylfi Þór um meint ósætti: Held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega
Davíð Smári: Fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er
Túfa: Mjög ánægður með það hvernig við svörum
Jóhannes Karl: Við setjum þá kröfu á okkur sem lið að eiga alltaf okkar besta leik
   fim 29. júní 2017 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Guðjóns: Það hafa allir áhuga á Sölva Geir
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmarkið í blálokin.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 FH

Halldór Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH og reyndist það afar mikilvægt en liðið er nú komið í 8-liða úrslit bikarsins.

„Frábært að vera komnir í undanúrslit og þetta var erfiður leikur. Fylkisliðið er mjög öflugt og voru virkilega góðir í þessum leik, þannig það var fínt að ná að klára þetta með marki í lokin," sagði Heimir við fjölmiðla.

„Við byrjuðum vel en eftir fimmtán mínútur og það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að standa varnarleikinn vel og vorum ekki nógu nálægt hvorum öðrum og ekki tilbúnir að hjálpa hvorum öðrum og þess vegna komust Fylkismenn inn í þennan leik."

Heimir var mikið að skipta um leikkerfi í leiknum en undir lokin virtist hann vera með tvo kantmenn hátt uppi og Lennon og Atla Guðna frammi. Það gekk upp.

„Mér fannst það hjálpa aðeins til. Við þurftum að breyta hlutum til að láta þetta ganga," sagði Heimir ennfremur.

Eins og áður segir skoraði Halldór Orri fyrsta mark sitt fyrir félagið en Heimir var ánægður með hann.

„Vonandi hjálpar þetta honum í framtíðinni og hann kláraði þetta vel. Hann er mjög góður að slútta færunum sínum."

FH vann síðast bikarinn árið 2010 og vill hann ólmur næla í þann titil í ár.

„Það er gríðarlega mikilvægt og við höfum ekki unnið þennan titil síðan 2010 og okkur langar í hann."

Það gæti mikið gerst í glugganum hjá FH en Jonathan Hendrickx yfirgaf félagið í gær og fór til Leixoes í Portúgal. Hann segir að félagið eigi eftir að skoða það hvort það ætli sér að fá hægri bakvörð og blæs þá á sögur að Tobias Salquist sé í sigtinu.

„Við eigum eftir að skoða það. Þetta kom bara upp í gær með Jonathan og við eigum eftir að skoða það."

„Nei, það er ekkert að frétta af honum,"
sagði Heimir um Salquist.

Sölvi Geir Ottesen, sem hefur spilað erlendis í meira en áratug, gæti verið á heimleið en hann hefur verið sterklega orðaður við FH. Heimir er áhugasamur um hann.

„Ekkert sem ég hef heyrt. Það hafa allir áhuga á Sölva Geir, hann er frábær leikmaður og ef það kemur upp á borð hjá okkur þá skoðum við það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner