Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 29. júní 2017 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Guðjóns: Það hafa allir áhuga á Sölva Geir
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmarkið í blálokin.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 FH

Halldór Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH og reyndist það afar mikilvægt en liðið er nú komið í 8-liða úrslit bikarsins.

„Frábært að vera komnir í undanúrslit og þetta var erfiður leikur. Fylkisliðið er mjög öflugt og voru virkilega góðir í þessum leik, þannig það var fínt að ná að klára þetta með marki í lokin," sagði Heimir við fjölmiðla.

„Við byrjuðum vel en eftir fimmtán mínútur og það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að standa varnarleikinn vel og vorum ekki nógu nálægt hvorum öðrum og ekki tilbúnir að hjálpa hvorum öðrum og þess vegna komust Fylkismenn inn í þennan leik."

Heimir var mikið að skipta um leikkerfi í leiknum en undir lokin virtist hann vera með tvo kantmenn hátt uppi og Lennon og Atla Guðna frammi. Það gekk upp.

„Mér fannst það hjálpa aðeins til. Við þurftum að breyta hlutum til að láta þetta ganga," sagði Heimir ennfremur.

Eins og áður segir skoraði Halldór Orri fyrsta mark sitt fyrir félagið en Heimir var ánægður með hann.

„Vonandi hjálpar þetta honum í framtíðinni og hann kláraði þetta vel. Hann er mjög góður að slútta færunum sínum."

FH vann síðast bikarinn árið 2010 og vill hann ólmur næla í þann titil í ár.

„Það er gríðarlega mikilvægt og við höfum ekki unnið þennan titil síðan 2010 og okkur langar í hann."

Það gæti mikið gerst í glugganum hjá FH en Jonathan Hendrickx yfirgaf félagið í gær og fór til Leixoes í Portúgal. Hann segir að félagið eigi eftir að skoða það hvort það ætli sér að fá hægri bakvörð og blæs þá á sögur að Tobias Salquist sé í sigtinu.

„Við eigum eftir að skoða það. Þetta kom bara upp í gær með Jonathan og við eigum eftir að skoða það."

„Nei, það er ekkert að frétta af honum,"
sagði Heimir um Salquist.

Sölvi Geir Ottesen, sem hefur spilað erlendis í meira en áratug, gæti verið á heimleið en hann hefur verið sterklega orðaður við FH. Heimir er áhugasamur um hann.

„Ekkert sem ég hef heyrt. Það hafa allir áhuga á Sölva Geir, hann er frábær leikmaður og ef það kemur upp á borð hjá okkur þá skoðum við það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner