Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   fim 29. júní 2017 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Guðjóns: Það hafa allir áhuga á Sölva Geir
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmarkið í blálokin.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 FH

Halldór Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH og reyndist það afar mikilvægt en liðið er nú komið í 8-liða úrslit bikarsins.

„Frábært að vera komnir í undanúrslit og þetta var erfiður leikur. Fylkisliðið er mjög öflugt og voru virkilega góðir í þessum leik, þannig það var fínt að ná að klára þetta með marki í lokin," sagði Heimir við fjölmiðla.

„Við byrjuðum vel en eftir fimmtán mínútur og það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að standa varnarleikinn vel og vorum ekki nógu nálægt hvorum öðrum og ekki tilbúnir að hjálpa hvorum öðrum og þess vegna komust Fylkismenn inn í þennan leik."

Heimir var mikið að skipta um leikkerfi í leiknum en undir lokin virtist hann vera með tvo kantmenn hátt uppi og Lennon og Atla Guðna frammi. Það gekk upp.

„Mér fannst það hjálpa aðeins til. Við þurftum að breyta hlutum til að láta þetta ganga," sagði Heimir ennfremur.

Eins og áður segir skoraði Halldór Orri fyrsta mark sitt fyrir félagið en Heimir var ánægður með hann.

„Vonandi hjálpar þetta honum í framtíðinni og hann kláraði þetta vel. Hann er mjög góður að slútta færunum sínum."

FH vann síðast bikarinn árið 2010 og vill hann ólmur næla í þann titil í ár.

„Það er gríðarlega mikilvægt og við höfum ekki unnið þennan titil síðan 2010 og okkur langar í hann."

Það gæti mikið gerst í glugganum hjá FH en Jonathan Hendrickx yfirgaf félagið í gær og fór til Leixoes í Portúgal. Hann segir að félagið eigi eftir að skoða það hvort það ætli sér að fá hægri bakvörð og blæs þá á sögur að Tobias Salquist sé í sigtinu.

„Við eigum eftir að skoða það. Þetta kom bara upp í gær með Jonathan og við eigum eftir að skoða það."

„Nei, það er ekkert að frétta af honum,"
sagði Heimir um Salquist.

Sölvi Geir Ottesen, sem hefur spilað erlendis í meira en áratug, gæti verið á heimleið en hann hefur verið sterklega orðaður við FH. Heimir er áhugasamur um hann.

„Ekkert sem ég hef heyrt. Það hafa allir áhuga á Sölva Geir, hann er frábær leikmaður og ef það kemur upp á borð hjá okkur þá skoðum við það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner