Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
   fim 29. júní 2017 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Guðjóns: Það hafa allir áhuga á Sölva Geir
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmarkið í blálokin.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 FH

Halldór Orri skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH og reyndist það afar mikilvægt en liðið er nú komið í 8-liða úrslit bikarsins.

„Frábært að vera komnir í undanúrslit og þetta var erfiður leikur. Fylkisliðið er mjög öflugt og voru virkilega góðir í þessum leik, þannig það var fínt að ná að klára þetta með marki í lokin," sagði Heimir við fjölmiðla.

„Við byrjuðum vel en eftir fimmtán mínútur og það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að standa varnarleikinn vel og vorum ekki nógu nálægt hvorum öðrum og ekki tilbúnir að hjálpa hvorum öðrum og þess vegna komust Fylkismenn inn í þennan leik."

Heimir var mikið að skipta um leikkerfi í leiknum en undir lokin virtist hann vera með tvo kantmenn hátt uppi og Lennon og Atla Guðna frammi. Það gekk upp.

„Mér fannst það hjálpa aðeins til. Við þurftum að breyta hlutum til að láta þetta ganga," sagði Heimir ennfremur.

Eins og áður segir skoraði Halldór Orri fyrsta mark sitt fyrir félagið en Heimir var ánægður með hann.

„Vonandi hjálpar þetta honum í framtíðinni og hann kláraði þetta vel. Hann er mjög góður að slútta færunum sínum."

FH vann síðast bikarinn árið 2010 og vill hann ólmur næla í þann titil í ár.

„Það er gríðarlega mikilvægt og við höfum ekki unnið þennan titil síðan 2010 og okkur langar í hann."

Það gæti mikið gerst í glugganum hjá FH en Jonathan Hendrickx yfirgaf félagið í gær og fór til Leixoes í Portúgal. Hann segir að félagið eigi eftir að skoða það hvort það ætli sér að fá hægri bakvörð og blæs þá á sögur að Tobias Salquist sé í sigtinu.

„Við eigum eftir að skoða það. Þetta kom bara upp í gær með Jonathan og við eigum eftir að skoða það."

„Nei, það er ekkert að frétta af honum,"
sagði Heimir um Salquist.

Sölvi Geir Ottesen, sem hefur spilað erlendis í meira en áratug, gæti verið á heimleið en hann hefur verið sterklega orðaður við FH. Heimir er áhugasamur um hann.

„Ekkert sem ég hef heyrt. Það hafa allir áhuga á Sölva Geir, hann er frábær leikmaður og ef það kemur upp á borð hjá okkur þá skoðum við það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner