Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
„Mér fannst við spila mjög vel í þessum leik. Við höfum verið að spila betur og betur í undanförnum leikjum og tapað þeim naumlega svo það var kærkomið að ná að loka þessum leik," sagði hinn ungi og efnilegi miðjumaður Magna, Bjarni Aðalsteinsson.
Hann er leikmaður 13. umferðarinnar í Inkasso-deildinni eftir frammistöðu sína í 2-1 sigri liðsins gegn Haukum um helgina.
Hann er leikmaður 13. umferðarinnar í Inkasso-deildinni eftir frammistöðu sína í 2-1 sigri liðsins gegn Haukum um helgina.
„Spilamennskan hjá liðinu var heilt yfir mjög góð og ég var nokkuð ánægður með mína frammistöðu í leiknum og maður er alltaf ánægður þegar maður skorar eða leggur upp," sagði Bjarni sem segir sigurinn hafa verið gríðarlegan mikilvægan fyrir liðið.
„Það var mjög mikilvægt að fá þessi þrjú stig til að koma okkur nær liðunum fyrir ofan okkur. Þessi sigur ætti að gefa okkur gott sjálfstraust inn í næstu leiki," sagði Bjarni er Magni er á botni deildarinnar með níu stig. Fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Stigasöfnun liðsins hefur gengið hægt og segir Bjarni það hafa ollið vonbrigðum.
„Mér finnst að við hefðum getað fengið meira úr síðustu leikjum til dæmis á móti HK og ÍR. Ég hef samt fulla trú á að við förum að safna stigum núna og förum í alla leiki til að fá eitthvað út úr þeim."
Hann er spenntur fyrir lokakaflanum í deildinni.
„Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá hef ég fulla trú á því að við söfnum stigum í næstu leikjum og komum okkur upp töfluna.
„Við erum með miklu betra lið en taflan segir til um og ég hef mjög mikla trú á að við höldum okkur uppi. Við getum gefið öllum liðunum í þessari deild leik og við erum alveg klárlega með nógu gott lið til að spila í Inkasso."
Bjarni er á láni hjá Magna frá KA en hann er aðeins 19 ára. Hann lék sína fyrstu meistaraflokks leiki sumarið 2016 með Dalvík/Reyni en í sumar hefur hann leikið alla leiki Magna í Inkasso-deildinni. Hann segist vera ánægður með tímann sinn hjá Magna.
„Það var ekki erfitt að segja já við að koma í Magna fyrir tímabilið og mér líður mjög vel hér. Þessi deild er mun sterkari en margir halda og það er mjög fínt fyrir mig að fá þessa leiki og meiri reynslu," sagði leikmaður 13. umferðar, Bjarni Aðalsteinsson.
Fyrri leikmenn umferðarinnar
12. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Athugasemdir