Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 22. ágúst 2018 12:00
Fótbolti.net
Lið 17. umferðar í Inkasso: Þrenna aðra umferðina í röð
Viktor Jónsson skoraði fjórðu þrennu sína í sumar!
Viktor Jónsson skoraði fjórðu þrennu sína í sumar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zeiko Lewis skoraði tvö gegn Þór.  Hann er í liði umferðarinnar.
Zeiko Lewis skoraði tvö gegn Þór. Hann er í liði umferðarinnar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Einar Logi Einarsson varnarmaður ÍA.
Einar Logi Einarsson varnarmaður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan er áfram mikil í Inkasso-deildinni eftir 17. umferðina.
Selfyssingar unnu mikilvægan 5-0 sigur á Haukum í fallbaráttunni. Hrvoje Tokic er maður umferðarinnar eftir þrennu þar. Kristófer Páll Viðarsson lagði upp tvö mörk og hinn ungi Guðmundur Axel Hilmarsson var öflugur í vörninni auk þess að skora eitt mark. Dean Martin, þjálfari Selfyssinga, er þjálfari umferðarinnar.

Einar Logi Einarsson átti góðan leik í vörn ÍA í 2-0 sigri á ÍR en Skagamenn færðust skrefi nær Pepsi-deildinni með sigrinum í Breiðholtinu.

HK sigraði Þór örugglega 4-1 í toppbaráttuslag. Zeiko Lewis, lánsmaður frá FH, skoraði tvö mörk í þeim leik og Ólafur Örn Eyjólfsson átti góðan dag á miðjunni.

Þróttarar halda áfram á miklu skriði og þeir náðu að verða fyrsta liðið til að vinna Víking Ólafsvík á útivelli í sumar. Viktor Jónsson skoraði fjórðu þrennuna sína í sumar og Birkir Þór Guðmundsson var góður á miðjunni.

Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði sigurmark Leiknis og Miroslav Pushkarov var öflugur í vörninni í mikilvægum útisigri gegn Magna Grenivík.

Pólski markvörðurinn Robert Blakala átti síðan stærstan þátt í að Njarðvík náði jafntefli gegn Fram.

Fyrri lið umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner