Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 05. október 2018 15:04
Egill Sigfússon
Guðni Bergs: Yfirmaður knattspyrnumála líklega kynntur á þessu ári
Icelandair
Guðni Bergsson formaður KSÍ
Guðni Bergsson formaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslenska karlalandsliðsins var kynntur á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag. Guðni Bergsson formaður KSÍ er spenntur fyrir komandi verkefni hjá landsliðinu.

„Þetta eru auðvitað tveir erfiðir leikir og mikilvægir fyrir okkur, að mæta heimsmeisturum Frakka í Frakklandi er auðvitað mikil áskorun en ég hlakka til. Þetta er spennandi verkefni og svo er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Sviss, þetta leggst vel í mig."

Staða kvennalandsliðsþjálfara er enn laus og Guðni segir að það komi ákvörðun um hver tekur við á næstunni en segir að ekki eitt nafn sé klárt ennþá.

„Við erum búnir að ræða við nokkra kandidata, við höfum verið að vinna eftir lista sem við settum saman. Það hefur gengið vel og ég á von á því að ákvörðun komi í það fljótlega. Ég vil ekki gefa upp neitt ákveðið nafn á þessari stundu en það kemur niðurstaða í þetta fljótlega."

Guðni hyggst ætla að gera nýja stöðu hjá knattspyrnusambandinu sem hefur mikið verið talað um, yfirmaður knattspyrnumála. Guðni segir að sú staða verði auglýst og við getum átt von á því að það klárist á þessu ári."

„Við erum að fara í gegnum ákveðnar skipulagsbreytingar hérna sem verða kynntar mjög bráðlega og þá í kjölfarið verður auglýst sú staða laus. Við munum þá fara yfir umsóknir og ákveða hver fær þá stöðu. Þú mátt eiga von á því að það klárist á þessu ári."
Athugasemdir
banner
banner