Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   fös 05. október 2018 15:04
Egill Sigfússon
Guðni Bergs: Yfirmaður knattspyrnumála líklega kynntur á þessu ári
Icelandair
Guðni Bergsson formaður KSÍ
Guðni Bergsson formaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslenska karlalandsliðsins var kynntur á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag. Guðni Bergsson formaður KSÍ er spenntur fyrir komandi verkefni hjá landsliðinu.

„Þetta eru auðvitað tveir erfiðir leikir og mikilvægir fyrir okkur, að mæta heimsmeisturum Frakka í Frakklandi er auðvitað mikil áskorun en ég hlakka til. Þetta er spennandi verkefni og svo er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Sviss, þetta leggst vel í mig."

Staða kvennalandsliðsþjálfara er enn laus og Guðni segir að það komi ákvörðun um hver tekur við á næstunni en segir að ekki eitt nafn sé klárt ennþá.

„Við erum búnir að ræða við nokkra kandidata, við höfum verið að vinna eftir lista sem við settum saman. Það hefur gengið vel og ég á von á því að ákvörðun komi í það fljótlega. Ég vil ekki gefa upp neitt ákveðið nafn á þessari stundu en það kemur niðurstaða í þetta fljótlega."

Guðni hyggst ætla að gera nýja stöðu hjá knattspyrnusambandinu sem hefur mikið verið talað um, yfirmaður knattspyrnumála. Guðni segir að sú staða verði auglýst og við getum átt von á því að það klárist á þessu ári."

„Við erum að fara í gegnum ákveðnar skipulagsbreytingar hérna sem verða kynntar mjög bráðlega og þá í kjölfarið verður auglýst sú staða laus. Við munum þá fara yfir umsóknir og ákveða hver fær þá stöðu. Þú mátt eiga von á því að það klárist á þessu ári."
Athugasemdir
banner