Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fös 05. október 2018 15:04
Egill Sigfússon
Guðni Bergs: Yfirmaður knattspyrnumála líklega kynntur á þessu ári
Icelandair
Guðni Bergsson formaður KSÍ
Guðni Bergsson formaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslenska karlalandsliðsins var kynntur á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag. Guðni Bergsson formaður KSÍ er spenntur fyrir komandi verkefni hjá landsliðinu.

„Þetta eru auðvitað tveir erfiðir leikir og mikilvægir fyrir okkur, að mæta heimsmeisturum Frakka í Frakklandi er auðvitað mikil áskorun en ég hlakka til. Þetta er spennandi verkefni og svo er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Sviss, þetta leggst vel í mig."

Staða kvennalandsliðsþjálfara er enn laus og Guðni segir að það komi ákvörðun um hver tekur við á næstunni en segir að ekki eitt nafn sé klárt ennþá.

„Við erum búnir að ræða við nokkra kandidata, við höfum verið að vinna eftir lista sem við settum saman. Það hefur gengið vel og ég á von á því að ákvörðun komi í það fljótlega. Ég vil ekki gefa upp neitt ákveðið nafn á þessari stundu en það kemur niðurstaða í þetta fljótlega."

Guðni hyggst ætla að gera nýja stöðu hjá knattspyrnusambandinu sem hefur mikið verið talað um, yfirmaður knattspyrnumála. Guðni segir að sú staða verði auglýst og við getum átt von á því að það klárist á þessu ári."

„Við erum að fara í gegnum ákveðnar skipulagsbreytingar hérna sem verða kynntar mjög bráðlega og þá í kjölfarið verður auglýst sú staða laus. Við munum þá fara yfir umsóknir og ákveða hver fær þá stöðu. Þú mátt eiga von á því að það klárist á þessu ári."
Athugasemdir
banner
banner