City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fös 05. október 2018 15:04
Egill Sigfússon
Guðni Bergs: Yfirmaður knattspyrnumála líklega kynntur á þessu ári
Icelandair
Guðni Bergsson formaður KSÍ
Guðni Bergsson formaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur Íslenska karlalandsliðsins var kynntur á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag. Guðni Bergsson formaður KSÍ er spenntur fyrir komandi verkefni hjá landsliðinu.

„Þetta eru auðvitað tveir erfiðir leikir og mikilvægir fyrir okkur, að mæta heimsmeisturum Frakka í Frakklandi er auðvitað mikil áskorun en ég hlakka til. Þetta er spennandi verkefni og svo er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Sviss, þetta leggst vel í mig."

Staða kvennalandsliðsþjálfara er enn laus og Guðni segir að það komi ákvörðun um hver tekur við á næstunni en segir að ekki eitt nafn sé klárt ennþá.

„Við erum búnir að ræða við nokkra kandidata, við höfum verið að vinna eftir lista sem við settum saman. Það hefur gengið vel og ég á von á því að ákvörðun komi í það fljótlega. Ég vil ekki gefa upp neitt ákveðið nafn á þessari stundu en það kemur niðurstaða í þetta fljótlega."

Guðni hyggst ætla að gera nýja stöðu hjá knattspyrnusambandinu sem hefur mikið verið talað um, yfirmaður knattspyrnumála. Guðni segir að sú staða verði auglýst og við getum átt von á því að það klárist á þessu ári."

„Við erum að fara í gegnum ákveðnar skipulagsbreytingar hérna sem verða kynntar mjög bráðlega og þá í kjölfarið verður auglýst sú staða laus. Við munum þá fara yfir umsóknir og ákveða hver fær þá stöðu. Þú mátt eiga von á því að það klárist á þessu ári."
Athugasemdir
banner
banner