Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 02. desember 2018 10:30
Arnar Helgi Magnússon
Las Mourinho yfir Pogba inni í klefa eftir leikinn í gær?
Southampton og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Southampton náði tveggja marka forystu en Romelu Lukaku og Ander Herrera jöfnuðu fyrir United.

Breskir fjölmiðlar halda því nú fram að Jose Mourinho hafi tekið Pogba í gegn eftir leikinn í gær fyrir framan alla leikmenn United í klefanum.

Samkvæmt heimildum bresku blaðanna lét Mourinho þessi orð falla:

„Þú spilar ekki fótbolta, þú ert algjör vírus. Þú berð ekki virðingu fyrir leikmönnum né stuðningsmönnum okkar. Þú drepur hugafar allra sem þú umgengst."

Frakkinn missti boltann átta sinnum í leiknum, vann fimmtán af þrjátíu einvígum og var með tæplega 85% sendingarhlutfall í leiknum.

Manchester United mætir Arsenal á miðvikudagskvöldið og verður áhugavert að sjá hvort að Pogba verði í liðinu.



Athugasemdir
banner
banner