Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. desember 2018 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool rúllaði yfir Arsenal
Mynd: Getty Images
Liverpool 5 - 1 Arsenal
0-1 Ainsley Maitland-Niles ('11)
1-1 Roberto Firmino ('14)
2-1 Roberto Firmino ('16)
3-1 Sadio Mane ('32)
4-1 Mohamed Salah ('45, víti)
5-1 Roberto Firmino ('65, víti)

Liverpool gjörsamlega slátraði Arsenal án vandræða er liðin mættust í ensku toppbaráttunni í dag. Heimamenn áttu þó ekki sérstaklega góðan leik en gestirnir frá London áttu aldrei möguleika.

Gestirnir komust yfir snemma leiks þegar Ainsley Maitland-Niles skoraði eftir glæsilega sendingu frá Alex Iwobi en heimamenn voru ekki lengi að jafna.

Roberto Firmino skoraði eftir vandræðagang í vörn Arsenal og kom sínum mönnum yfir skömmu síðar. Hann labbaði þá framhjá varnarmönnum Arsenal áður en hann skoraði framhjá Bernd Leno.

Sadio Mane tvöfaldaði forystuna eftir glæsilegan undirbúning frá Mohamed Salah og gerði egypski kongurinn út um leikinn með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé.

Liverpool fékk aðra vítaspyrnu í síðari hálfleik og fékk Firmino að taka hana til að fullkomna þrennuna sína, sem honum tókst.

Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Liverpool eftir tap Tottenham gegn Wolves í dag. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar, en Manchester City getur minnkað bilið niður í sjö stig með sigri á morgun.

Arsenal situr eftir í fimmta sæti, tveimur stigum eftir Chelsea og sex stigum fyrir ofan Manchester United, sem eiga bæði leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner