Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 24. febrúar 2019 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Verður að vinna United þegar þú getur gert það
Mynd: Getty Images
„Þetta var skrýtinn leikur," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir markalaust jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni núna áðan.

Leikurinn stóð aldrei undir væntingum. United þurfti að klára skiptingar sínar í fyrri hálfleik og Liverpool þurfti líka að gera breytingu í fyrri hálfleiknum. Það tók taktinn svolítið úr leiknum.

„Við byrjuðum mjög vel. Öll meiðslin í leiknum höfðu auðvitið áhrif á taktinn hjá okkur. Það var skelfilegt fyrir okkur að missa Bobby (Firmino) út af."

„Við misstum taktinn og gátum ekki fundið hann aftur."

„Þegar þú getur unnið United þá verðurðu að gera það og við gerðum það ekki í dag."

„Við erum með einu stigi meira en við vorum með fyrir daginn, en tilfinningin er ekki þannig."

Liverpool er með eins stigs forystu á Manchester City þegar 11 umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner