Fótbolti.net fylgdist með æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Nokkir leikmenn skelltu sér í léttan leik eftir æfingu en leikurinn gengur út á það að halda bolta á lofti. Leikmennirnir velja í upphafi leiks eitthvað dýr sem að sú sem tapar þarf að leika.
Leikmennirnir mynda hring og senda boltann svo á milli sín en í hvert skipti sem að leikmaður missir boltann fær hann einn bókstaf í nafni dýrsins. Leikurinn gengur þannig þangað til að einn leikmaður hefur náð að stafa nafn dýrsins sem varð fyrir valinu.
Í þessu tilfelli varð „Bra bra“ fyrir valinu en „Bra bra“ er sjálfsagt betur þekkt sem önd.
Leikmennirnir mynda hring og senda boltann svo á milli sín en í hvert skipti sem að leikmaður missir boltann fær hann einn bókstaf í nafni dýrsins. Leikurinn gengur þannig þangað til að einn leikmaður hefur náð að stafa nafn dýrsins sem varð fyrir valinu.
Í þessu tilfelli varð „Bra bra“ fyrir valinu en „Bra bra“ er sjálfsagt betur þekkt sem önd.
Eftir harða baráttu urðu það hlutskipti fyrirliðans, Katrínar Jónsdóttur, að leika „Bra bra“ en hægt er að skoða myndband frá æfingunni hér.

























