Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 07. mars 2010 22:58
Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson: Staðráðnari að gera eitthvað af viti
Bjarni ásamt Björgólfi Takefusa og dóttur sinni, Helgu Maríu
Bjarni ásamt Björgólfi Takefusa og dóttur sinni, Helgu Maríu
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Bjarni Guðjónsson gat verið ánægður eftir að hann og félagar hans í KR unnu 2-3 sigur á Víkingi í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í dag.

Um hörkuleik var að ræða þrátt fyrir að enn séu tveir mánuðir í fyrsta leik Íslandsmótsins og ljóst að menn ætluðu ekki að gefa neitt eftir.

,,Mér finnst Reykjavíkurmótið hafa verið svona frá upphafi. Ég spilaði hérna það í fyrra líka og mér fannst öll liðin staðráðnari að gera eitthvað af viti í Reykjavíkurmótinu," sagði Bjarni í sjónvarpsviðtali við Fótbolta.net eftir leik.

,,Þetta eru því fleiri alvöru leikir sem við fáum í undirbúningi fyrir Íslandsmótið."

Bjarni hefur sjálfur verði frábær á undirbúningstímabilinu og það hefur skilað honum sæti í íslenska landsliðsinu.

,,Ég er búinn að æfa mjög vel og æfði mjög vel í desember og allan vetur. Það hefur bara skilað sér í betra formi en oft áður."
banner
banner
banner