Bjarni Guðjónsson gat verið ánægður eftir að hann og félagar hans í KR unnu 2-3 sigur á Víkingi í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í dag.
Um hörkuleik var að ræða þrátt fyrir að enn séu tveir mánuðir í fyrsta leik Íslandsmótsins og ljóst að menn ætluðu ekki að gefa neitt eftir.
Um hörkuleik var að ræða þrátt fyrir að enn séu tveir mánuðir í fyrsta leik Íslandsmótsins og ljóst að menn ætluðu ekki að gefa neitt eftir.
,,Mér finnst Reykjavíkurmótið hafa verið svona frá upphafi. Ég spilaði hérna það í fyrra líka og mér fannst öll liðin staðráðnari að gera eitthvað af viti í Reykjavíkurmótinu," sagði Bjarni í sjónvarpsviðtali við Fótbolta.net eftir leik.
,,Þetta eru því fleiri alvöru leikir sem við fáum í undirbúningi fyrir Íslandsmótið."
Bjarni hefur sjálfur verði frábær á undirbúningstímabilinu og það hefur skilað honum sæti í íslenska landsliðsinu.
,,Ég er búinn að æfa mjög vel og æfði mjög vel í desember og allan vetur. Það hefur bara skilað sér í betra formi en oft áður."
























