Leiknir tekur á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Miðjumaðurinn Vigfús Arnar Jósepsson verður í leikmannahópi Leiknis í fyrsta sinn en hann kom til landsins á mánudag eftir að hafa verið við nám í Svíþjóð í vetur.
„Leiknir hefur engu að tapa í þessum leik. Við erum deild neðar en Stjarnan en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum gert gott mót gegn þeim, keyrt á þá og látið þá finna fyrir hlutunum. Vonandi getum við komist skrefinu lengra í bikarkeppninni þetta árið," sagði Vigfús.
Hann lék í sænsku C-deildinni en er nú kominn aftur í uppeldisfélag sitt Leikni eftir að hafa verið í herbúðum Fjölnis í fyrra.
„Það er mikil hvatning fyrir mig að koma í gott lið og í samkeppni," sagði Vigfús en Leiknir er sem stendur í 2. sæti 1. deildarinnar.
Hér að ofan má sjá viðtal við Vigfús Arnar í heild sinni.