Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   lau 05. júní 2010 18:59
Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll Pálmason: Mamma er best
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það má með sanni segja að þetta hafi verið mjög illa spilaður leikur af báðum liðum," sagði Jón Páll Pálmason þjálfari Hattar sem vann ÍH í 2. deildinni í dag 0-2 og fór þar með í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga, 12 stig eftir 4 umferðir.

,,Það er þannig í bransanum að þú þarft að klára lélega leiki og góð lið vinna oft lélega leiki á baráttu. Þetta var ekki hægt, þetta var varla boðlegt."

,,Það eru fjórir leikir búnir af mótinu. Ég reiknaði ekkert með að vera með 12 stig eftir þá enda var ég ekkert búinn að pæla neitt í því. Verkefni þessarar viku var bara ÍH og við byrjum á morgun að undirbúa okkur undir hvöt."

Þegar leikmenn Hattar fögnuðu fyrra marki sínu í kvöld dreifði Jón Páll bönönum á varamenn sína. Hann var spurður hvort það væri komið í stað nammis sem sumir þjálfarar dreifa?

,,Þetta er ekki alveg rétt. Það er bara þannig að Flugfélag Íslands var með veika starfsmenn í morgun svo flugið okkar seinkaði um 100 mínútur og KSÍ var bara tilbúið að seinka leiknum um 30 mínútur. Við ætluðum að fara í te og rist fyrir leik en það var ekki hægt svo mamma kom með 12 kíló af bönunum og við spóluðum þessu í okkur fyrir leik. Mamma er best."
banner