,,Ég er mjög sáttur, við börðumst allir eins og hetjur, það var kominn tími á þennan sigur og við sýndum hvað við getum," sagði Daníel Laxdal þjálfari Stjörnunnar eftir 4-0 sigur á Keflavík í kvöld.
,,Bjarni kann oft réttu orðin og þetta voru bara þau. Það er alltaf mikil stemmning hjá okkur og það var kominn tími á þennan sigur."
,,Í síðustu leikjum höfum við ekki náð að byrja strax og nú ákváðum við að byrja frá fyrstu mínútu og það gekk rosalega vel."