Áskorun er liður sem við byrjuðum með í síðasta mánuði og nú mun allt fara á fullt í honum.
Við byrjuðum á að sjá Gunnleif Gunnleifsson fara í bekkpressukeppni við Egill "Þykka" Einarsson þar sem Egill fór með sigur af hólmi.
Gunnleifur skoraði á Bjarna Guðjónsson leikmann KR að fara í rappkeppni við Erp Eyvindarson betur þekktan sem Blaz Roca. Það tókst hinsvegar ekki að koma því í kring og því fann Gunnleifur nýja áskorun.
Hann skoraði á Tryggva Guðmundsson að syngja lagið Thank You með vinsælustu hljómsveit Ísland þessa dagana, Dikta.
Gítarleikar hljómsveitarinnar, Jón Bjarni Pétursson spilaði undir og Tryggvi söng en ekki neinar æfingar fóru fram heldur tók Tryggvi lagið í einu höggi.
Tryggvi hefur svo skorað á stórvin sinn úr Fylki, Ásgeir Börk Ásgeirsson að fara í ballett og mun það birtast hér á síðunni í næstu viku að öllum líkindum.
Smelltu hér til að sjá bekkpressukeppni Gunnleifs og Þykka