Helgi Bogason þjálfari Njarðvíkur var kampakátur eftir sigur liðsins á Þrótti á Valbjarnavelli í kvöld.
Eftir að hafa lent undir sýndi liðið mikinn karakter og kom til baka.
Eftir að hafa lent undir sýndi liðið mikinn karakter og kom til baka.
,,Já þetta var ánægulegt að landa hérna þremur stigum," sagði Helgi í samtali við Fótbolta.net.
,,Við vorum svolítið varnfærnir og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem einfaldar sendingar voru að klikka og við vorum að halda boltanum illa."
,,Við fórum yfir í það hálfleik, mér fannst við vera að koma betur og betur inn i leikinn. Það gerði útslagið að fá inn menn sem keyrðu upp hraðann."
Nánar er rætt við Helga í sjónvarpinu hér að ofan.