Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   sun 04. júlí 2010 23:18
Hafliði Breiðfjörð
Willum: Kostar hlaup að eiga við FH liðið
Fjölmenni í stúkunni í kvöld.
Fjölmenni í stúkunni í kvöld.
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
,,Hann er svolítið sérstakur þessi leikur, FH var meira með boltann og við fengum þar af leiðandi opnari sóknir og hreinni færi," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur eftir 1-1 jafntefli gegn FH í kvöld.

,,Til dæmis tvisvar maður á móti markmanni þar sem Gulli bjargaði þeim með frábærri markvörslu."

,,Ég var ánægður með baráttuna í okkar mönnum. Það kostar mikil hlaup að eiga við FH liðið. Þeir eru að finna sitt form og sóknarfærslurnar mjög rútíneraðar."

,,Ég var mjög ánægður með baráttuna hjá okkur, það var alltaf á að klára leikinn. Þó þeir hafi verið meira með boltann þá áttum við góðar sóknir og vorum mjög baráttu samir og vinnusamir."

,,Ef ég horfi á færin og hvernig færin voru þá fengum við hreinni og opnari færi. Það var ekki endilega lagt upp með það (að liggja aftur og beita skyndisóknum) en við áttuðum okkur á því að það myndi geta skilað og þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt. Það voru forsendur til að taka öll þrjú stigin. En við fengum eitt stig á móti liði Íslandsmeistaranna sem er að finna sitt form."

banner