,,Þetta er sama sagan í allt sumar. Við fáum 10-12 færi í leik og skorum bara tvö mörk og svo erum við að gefa mörk. Þetta er búið að vera svona í allt sumar en þetta fer vonandi að breytast," sagði Erlingur Jack Guðmundsson leikmaður Þróttar við Fótbolta.net eftir 2-2 jafntefli gegn Gróttu í kvöld.
Erlingur skoraði fyrra mark Þróttar en hann var með fyrirliðabandið í kvöld þar sem Hallur Hallsson tók út leikbann.
,,Ég átti hundlélegan leik, ég var ógeðslega lélegur í dag fannst mér. Það er gott að skora og gaman að vera fyrirliði hjá uppeldisfélaginu en það er hundleiðinlegt þegar maður vinnur ekki."
Þróttur er eftir leikinn tveimur stigum frá fallsæti og nánast öll liðin í deildinni eiga einn eða tvo leiki til góða á liðið.
,,Við erum í fallbaráttu og við verðum bara að "feisa" það," sagði Erlingur Jack.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.