Hinn 37 ára gamli Andri Júlíusson hefur lagt skóna á hilluna eftir að hafa leikið með Kára síðustu sex árin.
Andri hóf ferilinn með ÍA og lék þar með Meistaraflokki frá árinu 2005 til 2011 þegar hann gekk til liðs við Fram. Þar lék hann 13 leiki áður en hann fór til Noregs og lék í neðri deildum þar í landi.
Hann spilaði með KA á láni árið 2008 í næst efstu deild.
„Takk allir samherjar, mótherjar, dómarar, stuðningsmenn, haters. Loksins er ég hættur. Ekki meiri mörk, tuð, hlaup og görg," skrifar Andri í tilkynningu sinni á Twitter í dag.
Takk allir samherjar, mótherjar, dómarar, stuðningsmenn, haters. Loksins er ég hættur. Ekki meiri mörk, tuð, hlaup og görg ???????????????? pic.twitter.com/aQDHRuHGvt
— Andri Júlíusson (@andrijull) January 1, 2023
Athugasemdir