Everton vann dramatískan sigur á Watford þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Watford komst í 2-0, en Everton náði að snúa leiknum sér í vil og vinna hann 3-2. Varnarmaðurinn Yerry Mina skoraði tvö undir lok fyrri hálfleiks og gerði Theo Walcott sigurmarkið í uppbótartíma.
Leikmenn Everton ærðust af gleði þegar Walcott skoraði og hlupu leikmenn, varamenn og einhverjir úr þjálfarateymi Carlo Ancelotti að Walcott til að fagna með honum.
Ancelotti var spurður að því eftir leik hvort að hann hefði ekki hugsað sér að hlaupa og fagna líka. Við því svaraði hinn sextugi Ancelotti: „Ef ég hleyp, þá er ég dauður."
Ancelotti tók við Everton undir lok síðasta árs og hefur þessi reynslumikli knattspyrnustjóri verið að gera flotta hluti hingað til. Everton er núna í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Asked Ancelotti if he felt the urge to run down the touchline along with his backroom staff: "If I run, I am dead" he said with a smile
— Phil Kirkbride (@philkecho) February 1, 2020
Athugasemdir