KA tryggði sér sigur á mótinu
KA 5 - 1 Þór
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('22)
1-1 Jakob Snær Árnason ('38)
2-1 Hallgrímur Jónasson ('68)
3-1 Bjarni Aðalsteinsson ('83)
4-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('89)
5-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('91)
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('22)
1-1 Jakob Snær Árnason ('38)
2-1 Hallgrímur Jónasson ('68)
3-1 Bjarni Aðalsteinsson ('83)
4-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('89)
5-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('91)
KA mætti Þór í toppslag A-deildar Kjarnafæðismótsins í dag og tryggði sér sigur á mótinu.
Staðan var jöfn 1-1 eftir fyrri hálfleik. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrir KA áður en Jakob Snær Árnason jafnaði.
Þeir gulu skiptu um gír er tók að líða á síðari hálfleikinn og komust yfir á nýjan leik með marki frá Hallgrími Jónassyni á 68. mínútu.
Bjarni Aðalsteinsson gerði svo þriðja mark KA á lokakaflanum, skömmu áður en Gunnar Örvar Stefánsson bætti tveimur við og staðan orðin 5-1.
Meira var ekki skorað og er KA með fullt hús stiga eftir sex leiki í Kjarnafæðismótinu. Þór vann alla leiki sína hingað til, að undanskildu markalausu jafntefli gegn Dalvík/Reyni.
Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir