Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. febrúar 2020 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lucio hættur í fótbolta - Sá síðasti úr sigurliði HM 2002
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Lucio er búinn að leggja takkaskóna á hilluna eftir rúmlega 20 ára feril í atvinnumennsku.

Hann er síðasti leikmaður úr sigurliði brasilíska landsliðsins á HM 2002 sem leggur skóna á hilluna.

Lucio er 41 árs gamall og spilaði fyrir Brasiliense í D-deild brasilíska boltans á síðustu leiktíð.

Á landsliðsferlinum spilaði Lucio 105 keppnisleiki fyrir Brasilíu en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Bayer Leverkusen, Bayern Munchen og Inter.

Fyrir utan að vinna HM 2002 vann Lucio Meistaradeild Evrópu, ítölsku deildina og bikarinn með Inter auk þess að vinna þýsku deildina og bikarinn með FC Bayern.
Athugasemdir
banner
banner