Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. febrúar 2020 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilur ekki Brynjar Atla - Rúnar kemur inn í staðinn
Brynjar Atli Bragason.
Brynjar Atli Bragason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Atli Bragason er búinn að yfirgefa herbúðir Njarðvíkur og semja við Breiðablik.

Brynjar verður tvítugur á þessu ári og þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki yfir 70 leiki með meistaraflokki. Þar að auki hefur hann spilað sex leiki með yngri landsliðum Íslands.

Blikar stefna á því að lána Brynjar í burtu fyrir komandi sumar.

Í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í Miðjunni hér á Fótbolta.net sagðist Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkinga, ekki skilja þá ákvörðun Brynjars að fara þó félagið sé í 2. deild.

„Hann var æstur í að fara. Ég er ekki sammála honum. Ég skil ekki ákvörðun hann sem markvörður. Ég sé ekki neinn mun á því að spila með Njarðvík eða Víkingi Ólafsvík, eða hvert sem hann fer," sagði Mikael, en Brynjar er að berjast um að vera í U21 landsliðshóp.

„Ég vona að Brynjari gangi vel. Brynjar er tvítugur, hann hafði nægan tíma, en hann vildi fara. Þá var það lausnin."

Mikael segir að Njarðvík hafi ákveðið að gefa eftir í baráttunni eftir að Rúnar Gissurarson kom úr Sandgerði. Hann mun taka stöðu Brynjars í Njarðvík, en hann lék með Reyni Sandgerði í 3. deild síðasta sumar.

„Honum er gefið traustið eins og er, en hann verður að standa sig eins og allir aðrir," sagði Mikael.

Viðtalið við Mikael er í heild sinni hér að neðan, en þar ræðir hann nánar um Brynjar Atla og margt fleira.
Miðjan - Mikki um endurkomu í þjálfun með Njarðvík
Athugasemdir
banner
banner
banner