Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 01. febrúar 2020 19:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Vorum með yfirburði - Ighalo í flugi
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, fannst sitt lið vera með yfirburði gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði markalaus.

„Það mátti búast við því að leikurinn færi svona. Við vorum með yfirburði, héldum boltanum mikið og þeir voru hættulegir í skyndisóknum og í föstum leikatriðum," sagði Solskjær við Sky Sports.

„Við höfum spilað svo mikið af leikjum síðustu mánuðina og leikmennirnir eru þreyttir. Strákarnir þurfa frí," sagði Norðmaðurinn, en framundan er vetrarfrí hjá United. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea eftir rúmar tvær vikur.

„Bruno var djúpur á vellinum til þess að vera í boltanum. Mér fannst við líka stjórna fyrri hálfleiknum. Við ógnuðum aðeins meira í seinni hálfleiknum."

Bruno Fernandes var að spila sinn fyrsta leik fyrir Manchester United og kom hann nokkuð vel út úr honum. Hann átti nokkur skot á markð, en landi hans Rui Patricio sá vel við honum.

„Bruno er leikmaður í hæsta gæðaflokki. Þetta var hans fyrsti leikur. Í fyrri hálfleiknum voru allir að fá boltann í fætur og þegar Bruno fær boltann í fætur þá vill hann fá hreyfingu fyrir framan sig, og við gerðum það ekki."

„Hann er mjög góður liðsstyrkur fyrir okkur," sagði Solskjær og bætti við að sóknarmaðurinn Odion Ighalo væri í flugi á leið til Manchester. Man Utd gekk í gær frá lánssamningi við Shanghai Shenhua í Kína um að fá Ighalo út tímabilið.

„Að hann skuli hafa verið markahæstur á Afríkumótinu segir mikið til um gæðin sem við erum að fá," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner