Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 01. febrúar 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skoðuðu ekki markaðinn því þeir þurftu þess ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid er á góðum stað og þurfti því ekki að fara á markaðinn í janúar og eyða háum fjárhæðum. Þetta sagði Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, á fréttamannafundi í dag.

Ensk úrvalsdeildarfélög fóru mikinn í glugganum og eyddu alls 815 milljónum punda í janúar. Á gluggadeginum sjálfum eyddu þau rúmlega 275 milljónum punda.

Real er í öðru sæti deildarinnar á Spáni og fékk engan leikmann inn í glugganum. Liðið seldi heldur engan leikmann. Real ætlar sér að reyna verja titlana sem unnust á síðasta tímabili; deildartitilinn og Meistaradeildartitilinn.

„Við skoðuðum ekki markaðinn því við þurftum þess ekki," sagði Ancelotti fyrir leik liðsins gegn Valencia sem fram fer á morgun.

„Ef þú skipuleggur þig vel, þá þarftu ekki að fara á markaðinn í janúar. Ef þú þarft að fara á markaðinn þá er það af því að eitthvað fór úrskeiðis. Okkur fannst við ekki þurfa þess því að hópurinn er góður," sagði Ancelotti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner