Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 15:18
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Elís í byrjunarliði OB - Sandhausen í átta marka jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði Odense í fyrsta sinn frá komu sinni til félagsins er liðið mætti Silkeborg í dag.

Heimamenn í OB voru betri í leiknum en þeim tókst aðeins að skora eitt mark úr 22 tilraunum.

Gestirnir frá Silkeborg jöfnuðu í síðari hálfleik og urðu lokatölur 1-1. OB er í neðri hluta deildarinnar, fimm stigum frá efri hlutanum, á meðan Silkeborg vermir botnsætið með 12 stig eftir 23 umferðir.

Odense 1 - 1 Silkeborg
1-0 S. Svendsen ('35, víti)
1-1 J. Okkels ('72)

Í þýsku B-deildinni var Rúrik Gíslason ónotaður varamaður er Sandhausen gerði ævintýralegt jafntefli við Bochum í átta marka leik.

Danny Blum skoraði tvennu fyrir Bochum í upphafi leiks en Julius Biada jafnaði með tvennu og var staðan 2-2 í hálfleik.

Blum fullkomnaði þrennuna í upphafi síðari hálfleiks og gerði Jordi Osei-Tutu fjórða mark heimamanna.

Staðan var 4-2 á 85. mínútu en Kevin Behrens og Philip Turpitz skoruðu úr sitthvorri vítaspyrnunni á lokakaflanum.

Eitt stig skilur liðin að í fallbaráttunni, en þetta er fyrsta stig Sandhausen síðan í janúar. Sandhausen er fjórum stigum frá fallsæti eftir jafnteflið.

Bochum 4 - 4 Sandhausen
1-0 Danny Blum ('6, víti)
2-0 Danny Blum ('8)
2-1 Julius Biada ('13)
2-2 Julius Biada ('45)
3-2 Danny Blum ('49)
4-2 Jordi Osei-Tutu ('65)
4-3 Kevin Behrens ('85, víti)
4-4 Philip Turpitz ('94, víti)

Hólmar Örn Eyjólfsson var þá ekki í leikmannahópi Levski Sofia sem mætti Slavia Sofia í nágrannaslag.

Hólmar Örn er í leikbanni og var hans sárt saknað úr hjarta varnarinnar.

Levski tapaði leiknum 1-2 og er í þriðja sæti búlgörsku deildarinnar, sjö stigum eftir toppliði Ludogorets. Levski er aðeins búið að fá þrjú stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Levski Sofia 1 - 2 Slavia Sofia
0-1 I. Dimitrov ('7)
1-1 N. Robertha ('28)
1-2 I. Dimitrov ('55)
Rautt spjald: D. Alar, Levski ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner