Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. mars 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron: Þá er einhver í KR launahæstur en ekki ég
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, og Aron.
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, og Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Hallsson, leikmaður KR.
Hallur Hallsson, leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson sneri heim úr atvinnumennsku seint á síðasta ári og gekk í raðir Vals.

Það hafa verið sögur á kreiki um að samningurinn sem Aron gerði við Val sé sá stærsti í sögu íslenska boltans. Í útvarpsþættinum Fótbolta.net - í síðasta mánuði - sagði Tómas Þór Þórðarson að talan sem hann væri að heyra væri um tvær milljónir króna á mánuði.

Aron var gestur í Chess After Dark í þessari viku. Þar var hann spurður út í umræðuna um launatölur hans.

„Umræðan fer ekki neitt í taugarnar á mér. Fólk talar, sama hvar. Þegar menn eru að koma heim, þá virðist það vera að hver sem er getur hent út einhverjum tölum og síðan fær þessi tala flug," sagði Aron.

„Ef við erum að tala um það sem fólk er að henda út í kosmósið - þá er ég klárlega ekki launahæstur í deildinni, þá er það einhver í KR. Ég væri til í að fá hans díl allavega, eins og það hljómar," sagði Aron jafnframt og var þar augljóslega að tala um Hall Hallsson, færeyskan landsliðsmann sem gekk nýverið í raðir KR. Hann hefur heyrt það einhvers staðar að hann sé á góðum samningi.

„Vonandi stendur hann (Hallur) sig vel, en ekkert of vel."

„Það eru peningar í þessu og það er eðlilegt að fólk tali um þetta... þetta eru tölur sem eru ekki alveg réttar. Fólk hendir bara út og svo kýs fólk hvort það trúi því eða ekki."

KR-ingar greinilega með vitlaust númer
Aron, sem átti flottan feril í atvinnumennsku, segist hafa fundað með Breiðabliki, FH, Val og Víkingi þegar hann tók ákvörðun um að koma heim. Valur hafi svo verið niðurstaðan.

„Valur vill vera Íslands- og bikarmeistari á hverju ár. Mér fannst það heillandi að fara í félag þar sem þú talar við gangavörðinn og hann er pirraður af því þeir urðu ekki Íslands- eða bikarmeistarar í fyrra... þeir vinna ekki neinn titil á árinu (í fyrra) og það er vonbrigði. Ég vildi komast í eins mikið 'professional' umhverfi og er í boði á Íslandi. Mér fannst Valur vera þannig félag," segir Aron.

„Ég talaði við Val, fór á fund með Breiðabliki, FH og Víkingi. KR-ingar eru greinilega með eitthvað vitlaust númer, þeir höfðu ekki samband," sagði hann léttur.

„Það voru önnur félög með mjög líka samninga. Það hefði ekki verið mikill munur ef ég hefði valið Val og eitthvað annað. Konseptið við Val er að vinna. Ég vil koma til Íslands og vinna. Valur lenti í fimmta sæti í fyrra. Ég vil koma inn og reyna að vera partur af því að breyta því, og vera Íslands- og bikarmeistari."

Af hverju valdi hann Val frekar en Breiðablik?

„Blikarnir líta mjög vel út, eru með góðan mannskap og mjög góðan þjálfara. Það er vitað mál að þeim vantar framherja. Það hefði verið gaman að fara þangað, en það var eitthvað við allt hinum megin sem heillaði mig betur."

Hægt er að hlusta á allt spjallið í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner