Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. mars 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal vill fá fjóra nýja - Telja sig geta unnið baráttu við nágrannana
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
Arsenal, sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, stefnir á það að bæta við sig að minnsta kosti fjórum leikmönnum í sumar.

The Times greinir frá því að félagið telji sig algjörlega geta unnið kapphlaupið við Chelsea um miðjumanninn Declan Rice hjá West Ham.

Það er ansi líklegt að Rice yfirgefi West Ham í sumar en hann mun kosta um 80 milljónir punda.

Það er sagt frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vilji jafnframt bæta við sig öðrum miðjumanni, kantmanni og vinstri bakverði í sumar. Arsenal reyndi að kaupa Moises Caicedo frá Brighton í janúar og gæti reynt aftur við hann í sumar.

Þá er sagt frá því í grein Times að Kieran Tierney gæti verið seldur til að fjármagna leikmannakaup. Þá verði Albert Sambi Lokonga og Nuno Tavares einnig mögulega seldir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner