Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. mars 2023 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Bað stuðningsmenn Tottenham afsökunar - „Eiga miklu meira skilið"
Cristian Stellini
Cristian Stellini
Mynd: EPA
Cristian Stellini, aðstoðarþjálfari Tottenham, stýrði liðinu í 1-0 tapinu gegn Sheffield United í fimmtu umferð enska bikarsins í kvöld.

Iliman Ndiaye skoraði sigurmark Sheffield United þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum eftir góða takta.

Tottenham fékk færi til að skora í leiknum en nýtti ekki og neyddist Stellini, sem hefur stýrt liðinu í fjarveru Antonio Conte, til að biðja stuðningsmenn félagsins afsökunar.

„Ef þú vinnur ekki svona leiki þá er það því eitthvað var ekki fullkomið og orkan okkar í dag var ekki nóg til gera andstæðingum okkar erfitt fyrir. Við fengum tækifærin til að skora en núna verðum við að greina markið sem við fengum á okkur. Það þarf tíma til að koma til baka eftir að þú færð á þig mark.“

„Það kom meiri orka í okkur eftir breytingarnar en það er alveg ljóst að við þurfum miklar bætingar.

„Eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmennina afsökunar á frammistöðunni. Þeir eiga miklu meira skilið en þetta,“ sagði Stellini.
Athugasemdir
banner