Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. mars 2023 19:09
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Nunez, Konate og Tsimikas í liði Liverpool
Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Arsenal tekur á móti Everton á meðan Liverpool fær Wolves í heimsókn á Anfield.

Leikur Arsenal og Everton hefst klukkan 19:45 og fer fram á Emirates-leikvanginum. Leandro Trossard, Jorginho og Oleksandr Zinchenko eru allir í liði Arsenal.

Everton vann fyrri leikinn í deildinni með einu marki gegn engu en Arsenal þarf á sigri að halda til að auka forystu sína á toppnum í fimm stig.

Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Odegaard, Jorginho, Xhaka, Saka, Trossard, Martinelli

Everton: Pickford, Keane, Mykolenko, Tarkowski, Coleman, Iwobi, McNeil, Onana, Doucoure, Gueye, Maupay

Liverpool mætir þá Wolves á Anfield klukkan 20:00. Diogo Jota er fremstur með því Darwin Nunez og Mohamed Salah. Stefan Bajcetic kemur á miðjuna en Harvey Elliott og Fabinho eru með honum þar. Ibrahima Konate er við hlið Virgil van Dijk í vörninni og þá er Kostas Tsimikas í vinstri bakverðinum.

Andy Robertson, Roberto Firmino, Jordan Henderson og Cody Gakpo eru meðal þeirra sem sitja á bekknum.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Tsimikas, Fabinho, Bajcetic, Elliott, Salah, Nunez, Jota.

Wolves: Sa, Semedo, Dawson, Kilman, Bueno, Lemina, Neves, Nunes, Moutinho, Jimenez, Sarabia.
Athugasemdir
banner