Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. mars 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Dortmund og Leipzig vinna í að fá Keita
Naby Keita, miðjumaður Liverpool.
Naby Keita, miðjumaður Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö félög í þýsku Bundesligunni eru að reyna að fá miðjumanninn Naby Keita frá Liverpool.

Samningur hins 28 ára Keita rennur út í júní en hann hefur lyft Meistaradeildarbikarnum, enska meistarabikarnum og báðum bikurunum síðan hann kom til Liverpool 2018. Keita hefur ekki náð að láta ljós sitt skína almennilega á Anfield þrátt fyrir það.

Bild segir að hans fyrrum félag RB Leipzig sé ásamt Borussia Dortmund að reyna að fá hann. Sagt er að Keita hafi áhuga á að snúa aftur til Þýskalands.

Búist er við því að Dortmund selji Jude Bellingham og er Keita á blaði yfir leikmenn félagið horfir á til að fá inn á miðsvæðið.

Leipzig reyndi að fá Keita í janúar en Liverpool var þegar orðið ansi þunnskipað á miðjunni.

Keita hefur glímt við meiðsli og óstöðugleika á tíma sínum hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner