Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. mars 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég hef reynt að gera hann að fótboltamanni í sex mánuði"
Ivan Juric.
Ivan Juric.
Mynd: Getty Images
Ivan Juric, stjóri Torino, kallar ekki allt ömmu sína. Hann var verulega ósáttur við sinn eigin leikmann eftir tap gegn Juventus í nágrannaslag í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Juric setti kantmanninn Nemanja Radonjic inn á í leiknum en tók hann svo fljótlega aftur út af.

Juric lét svo Radonjic heyra það þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn.

„Radonjic? Ég á svo erfitt með að skilja margt í hans fari. Hann ber enga virðingu fyrir leiknum. Ég bað hann um að gera ákveðna hluti en hann fylgdi ekki fyrirmælum. Ég hef reynt að gera hann að fótboltamanni í sex mánuði en það hefur engan veginn tekist," sagði Juric pirraður.

Radonjic er á láni frá Torino frá Marseille en það er afar ólíklegt að hann verði áfram í Torino á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner