Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. mars 2023 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Endurkomusigur hjá Man Utd - Tottenham úr leik
Manchester United er komið í 8-liða úrslit
Manchester United er komið í 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho skoraði annað mark United
Alejandro Garnacho skoraði annað mark United
Mynd: Getty Images
Tottenham er úr leik
Tottenham er úr leik
Mynd: Getty Images
Deildabikarmeistarar Manchester United eru komnir áfram í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir 3-1 endurkomusigur á West Ham á Old Trafford í kvöld en Tottenham Hotspur er úr leik eftir 1-0 tap gegn Sheffield United á Bramall Lane.

Erik ten Hag gerði nokkrar breytingar á liði sínu eftir sigurinn á Newcastle United í úrslitum enska deildabikarsins. Harry Maguire, Victor Lindelöf, Tyrell Malacia, Scott McTominay og Alejandro Garnacho voru meðal þeirra sem komu inn í liðið.

Bæði lið fengu fín færi. Michail Antonio kom sér í besta færi West Ham er hann komst einn á einn gegn David De Gea, en spænski markvörðurinn gerði vel og varði. Alejandro Garnacho og Marcel Sabitzer fengu fína sénsa fyrir United en náðu ekki að stýra boltanum í netið.

Said Benrahma kom West Ham í forystu á 54. mínútu og var það þegar vörn United sofnaði á verðinum. Heimamenn töldu að boltinn hafði farið útaf er Tomas Soucek var að dansa með hann vinstra megin á vellinum en svo var ekki. Hann kom boltanum á Emerson Palmieri, sem fann Benrahma í teignum og skaut hann hnitmiðuðu skoti í hægra hornið. VAR staðfesti síðan að boltinn var allan tímann í leik.

Michail Antonio gat tvöfaldað forystuna þegar tæpur hálftími var etir. Hann var aftur kominn einn gegn De Gea en Spánverjinn með stóra vörslu og hélt United inn í leiknum.

Þetta reyndist dýrkeypt klúður hjá Antonio. Nayef Aguerd kom boltanum í eigið net eftir hornspyrnu Bruno Fernandes á 77. mínútu áður en Alejandro Garnacho kom United í forystu og það aftur eftir hornspyrnu. West Ham gat ómögulega hreinsað boltann frá marki og barst hann til Garnacho sem kom United í 2-1.

Brasilíski miðjumaðurinn Fred gerði síðan út um leikinn eftir sendingu frá Wout Weghorst og United komið í 8-liða úrslit bikarsins.

Tottenham tapaði á meðan fyrir Sheffield United, 1-0, á Bramall Lane.

Varnarleikur beggja liða var öflugur í fyrri hálfleiknum. Bæði lið sköpuðu sér færi. Richarlison komst einn í gegn en skaut yfir og þá slapp Pierre Emile Hojbjerg með skrekkinn er slæm sending hans rataði á Ismaili Coulibaly en skot hans framhjá.

Iliman Ndiaye, einn besti maður B-deildarinnar, skoraði sigurmark Sheffield United á 74. mínútu eftir einstaklingsframtak. Hann fór á milli tveggja manna áður en hann skaut boltanum í netið.

Harry Kane fékk úrvalsfæri til að jafna metin undir lok leiks en tókst ekki að stýra honum á markið og Tottenham því úr leik og er það Sheffield United sem fer í 8-liða úrslitin.

Úrslit og markaskorarar:

Manchester Utd 3 - 1 West Ham
0-1 Said Benrahma ('54 )
1-1 Nayef Aguerd ('77 , sjálfsmark)
2-1 Alejandro Garnacho Ferreyra ('90 )
3-1 Fred ('90 )

Sheffield Utd 1 - 0 Tottenham
1-0 Iliman Ndiaye ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner