Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. mars 2023 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá KA til Kasakstan og Slóveníu (Staðfest)
Bryan í leik á síðasta tímabili.
Bryan í leik á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kom hér á Fótbolti.net fyrir áramót að Bryan Van Den Bogaert og Gaber Dobrovoljc yrðu ekki áfram hjá KA eftir að hafa leikið með liðinu tímabilið 2022.

Van Den Bogaert er 31 árs vinstri bakvörður sem kom við sögu í 22 deildarleikjum og þremur bikarleikjum á síðasta tímabili.

Hann kom frá RWDM í heimalandinu Belgíu og er nú búinn að semja við FC Qyzyljar í Kasakstan, semur út tímabilið 2023. Liðið endaði í tíunda sæti af fjórtán liðum í efstu deild í Kasakstan á síðasta tímabili.

Gaber gekk í raðir KA í glugganum síðasta sumar og samdi út tímabilið 2022. Hann er þrítugur miðvörður frá Slóveníu sem kom við sögu í sjö deildarleikjum og tveimur bikarleikjum.

Hann kom frá NK Domzale í heimalandinu og samdi við NK Radomlje út yfirstandandi tímabil. Bæði lið leika í efstu deild. Radomlje er í þriðja neðsta sæti deildarinnar þegar tólf umferðir eru eftir. Gaber hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu þremur leikjunum hjá Radomlje.
Athugasemdir
banner
banner