
Aurelien Norest, oft kallaður Frenchy, verður ekki með Vestra í sumar þar sem hann þurfti að fara í aðgerð og verður lengur frá en talið var í fyrstu.
Frenchy meiddist í leik gegn Þrótti Vogum á dögunum og ljóst að hann verður ekkert með í sumar. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum Vestra í dag.
Upphaflega var áætlað að hann yrði frá í 3-4 vikur en eftir skoðun og aðgerð kom í ljós að hann verður frá í 8-9 mánuði.
Frenchy meiddist í leik gegn Þrótti Vogum á dögunum og ljóst að hann verður ekkert með í sumar. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum Vestra í dag.
Upphaflega var áætlað að hann yrði frá í 3-4 vikur en eftir skoðun og aðgerð kom í ljós að hann verður frá í 8-9 mánuði.
Hann er þrítugur Frakki sem lék með Vestra tímabilin 2016 og 2017 og kom aftur fyrir tímabilið 2021.
Hann er samningsbundinn Vestra út tímabilið 2024. Hann er fjölhæfur leikmaður, getur spilað sem miðvörður, bakvörður eða djúpur miðjumaður.
Athugasemdir