Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. mars 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
„Gæti kostað Man City titilinn að hafa lánað Cancelo“
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir að Pep Guardiola hafi gert stór mistök með því að ákveða að lána Joao Cancelo til Bayern München. Hann telur að það gæti kostað City titilinn að hafa ekki náttúrulegan vinstri bakvörð.

Cancelo hafði sannað sig meðal bestu bakvarða Evrópufótboltans og það kom á óvart að City skyldi lána hann til Bayern, sérstaklega eftir að Oleksandr Zinchenko fór til Arsenal síðasta sumar.

„Vinstri bakvörðurinn er vandræðastaða fyrir Manchester City. Það eru allir hræddir við að gagnrýna Pep Guardiola. Sir Alex Ferguson viðurkenndi fullt af mistökum eftir ferilinn, hann talaði um mistökin að selja Jaap Stam og ég held að við séum að verða vitni að mistökum Pep núna," segir Neville.

„Manchester City hefur ekki vinstri bakvörð og hefur verið að nota Bernardo Silva, það hefur pirrað mig að sjá hann í þeirri stöðu. Nathan Ake hefur spilað þarna og hann er í vandræðum með boltann á köflum. Það hefur vantað jafnvægið og það er ástæðan fyrir því að liðið hefur ekki spilað eins vel og gerð er krafa um."
Athugasemdir
banner
banner
banner