Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. mars 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Hlýtur að koma til greina sem stjóri ársins
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: EPA
Micah Richards, sérfræðingur BBC, segir að Marco Silva eigi að koma til greina sem stjóri ársins í enska boltanum fyrir þann árangur sem hann hefur náð með Fulham.

Silva hefur náð öllu sem hægt er úr Fulham liðinu en það situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Í gær vann liðið 2-0 sigur gegn Leeds og komst í 8-liða úrslit FA-bikarsins. Joao Palhinha aog Manor Solomon skoruðu mörkin. Fulham er tveimur leikjum frá sínum fyrsta FA bikarúrslitaleik síðan 1975.

Silva er portúgalskur og tók við Fulham sumarið 2021, á síðasta tímabili kom hann liðinu upp í úrvalsdeildina.

„Marco Silva hefur verið að gera snillarhluti. Í byrjun tímabils var umræðan um það hvort Fulham myndi falla. Hann hefur ekki bara komið með stöðugleika heldur spilar leikstíl sem hentar hópnum fullkomlega og getur breytt til og komið á óvart," segir Richards.

„Þetta gengi Fulham gerir það að verkum að hann hlýtur að koma til greina sem stjóri ársins."
Athugasemdir
banner
banner