Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. mars 2023 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR náði sambandi við Ítalíu og fær Jakob Franz lánaðan (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Varnarmaðurinn Jakob Franz Pálsson hefur fengið leikheimild með KR og mun leika með liðinu í sumar á láni frá ítalska liðinu Venezia.

Jakob er tvítugur og hefur verið á mála hjá Venezia í tvö ár. Hann var fyrst fenginn frá Þór á láni en félagið nýtti í kjölfarið forkaupsrétt á kappanum og keypti hann frá uppeldisfélaginu.

Hann var á láni hjá svissneska félaginu FC Chiasso seinni hluta síðasta árs og lék í nóvember sinn fyrsta U21 landsleik. Fyrir átti hann 21 leik fyrir yngri landsliðin og í þeim leikjum skoraði hann eitt mark.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tjáði sig um Jakob Franz í útvarpsþættinum Fótbolta.net og hafði þetta að segja: „Jakob Franz er búinn að vera að æfa með okkur og við erum að reyna að klára þau mál með ítalska félaginu hans. Það gengur erfiðlega en við erum að bíða og vinna mikla vinnu í að klára það. Við höfum verið í basli við að ná sambandi við Ítalina. Þetta er eilíf barátta, þeir eru ekkert að flýta sér að svara okkur."

Komnir
Jakob Franz Pálsson á láni frá Venezia
Jóhannes Kristinn Bjarnason frá Norrköping
Luke Rae frá Gróttu
Olav Öby frá Noregi

Farnir
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í Breiðablik
Beitir Ólafsson hættur
Emil Ásmundsson í Fylki
Kjartan Henry Finnbogason í FH
Pálmi Rafn Pálmason hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson hættur
Athugasemdir
banner
banner