Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. mars 2023 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Fjórði sigur Víkinga
Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksins
Helgi Guðjónsson skoraði eina mark leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 0 Grótta
1-0 Helgi Guðjónsson ('11 )

Bikarmeistarar Víkings unnu nauman 1-0 sigur á Gróttu í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins á Víkingsvellinum í kvöld en liðið er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Eina mark leiksins kom á 11. mínútu en það var Helgi Guðjónsson sem gerði markið.

Víkingur er í efsta sæti riðilsins með 12 stig eftir fjóra leiki en Grótta aðeins með 3 stig í næst neðsta sætinu. Það er ljóst að Víkingar eru komnir í undanúrslit.

Byrjunarlið Víkings: Ingvar Jónsson (M), Logi Tómasson, Oliver Ekroth, Kyle Mc Lagan, Helgi Guðjónsson, Pablo Punyed, Birnir Snær Ingason, Danijel Dejan Djuric, Karl Friðleifur Gunnarsson, Nikolaj Hansen, Matthías Vilhjálmsson.

Byrjunarlið Gróttu: Rafal Stefán Daníelsson (M), Arnar Þór Helgason, Patrik Orri Pétursson, Tómas Johannessen, Ívan Óli Santos, Kristófer Orri Pétursson, Arnþór Páll Hafsteinsson, Gabríel Hrannar Eyjólfsson, Sigurður Steinar Björnsson, Valtýr Már Michaelsson, Arnar Daníel Aðalsteinsson.
Athugasemdir
banner