Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. mars 2023 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Segir Ted Lasso vera bölvun fyrir bandaríska þjálfara
Ted Lasso (fyrir miðju) er bölvun samkvæmt Curtin
Ted Lasso (fyrir miðju) er bölvun samkvæmt Curtin
Mynd: Google / BBC
Jim Curtin
Jim Curtin
Mynd: Getty Images
Bandarísku sjónvarpsþættirnir Ted Lasso hafa haft neikvæð áhrif á orðspor bandarískra þjálfara í Evrópuboltanum en þetta segir Jim Curtin, þjálfari Philadelphia Union í MLS-deildinni.

Apple framleiðir þættina um Ted Lasso, bandarískan þjálfara, sem fer úr því að þjálfa ruðningslið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og yfir í það að stýra enska fótboltaliðinu Richmond.

Þættirnir eru með þeim vinsælustu í heiminum en leggjast þó ekki vel í alla. Curtin er hrifinn af þáttunum en segir þá um leið skemma orðspor bandarískra þjálfara.

Nefnir hann sérstaklega Jesse Marsch, fyrrum stjóra Leeds, sem þurfti reglulega að svara spurningum blaðamanna um Lasso og átti erfitt uppdráttar hjá Leeds áður en hann var rekinn.

„Þetta eru góðir þættir því ef ég segist hata þá er ég bara þjálfari í forréttindastöðu. Ég elska hvað þeir eru mannlegir. Ég horfði á fyrstu þáttaröðina og verð að hrósa þeim fyrir að ná klefastemningunni svona vel. Þeir fatta að það koma einstaklingar frá mismunandi menningarheimum. Það eru fávitar, góðir gaurar og svo eru eiginkonurnar þarna sem eru pirrandi og skapa vandamál. Þetta er allt raunverulegt og Ted Lasso virkar sem elskulegur náungi,“ sagði Curtin við Athletic.

„Finnst mér þessir þættir fara með bandaríska þjálfara 20 ár aftur í tímann? Já, það finnst mér. Við höfum lagt svo hart að okkur að komast til Evrópu og svo kemst Jesse inn um dyrnar og bara þvílík bölvun sem það er að þátturinn hafi slegið í gegn á sama tíma og hann er þarna. Maður finnur það með Jesse og hvernig hann var svolítið reiður yfir þessu en ef ég fer að upprunalega punktinum, þá er það þannig að ef þú sýnir þessa reiði þá munu þeir fara illa með þig,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner