Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 01. mars 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling ekki ósáttur við stöðu mála
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Raheem Sterling er ekki ósáttur hjá Chelsea þrátt fyrir að sögur um það séu núna á kreiki.

Sterling gekk í raðir Chelsea frá Manchester City en hann hefur átt erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í London, rétt eins og nánast allt liðið sem hann er í.

Sterling er ekki með fast byrjunarliðssæti eftir að Chelsea eyddi háum fjárhæðum í janúargluggann. Sögur hafa verið um að Sterling sé að hugsa um að skipta um félag þar sem hann er ósáttur við stöðuna hjá félaginu.

Umboðsskrifstofa Sterling segir þetta hins vegar ekki rétt. „Sterling er alls ekki ósáttur og staða hans verður ekki skoðuð næsta sumar þar sem hann er með langtímasamning," sagði Kelly Hogarth, umboðsmaður Sterling, á samfélagsmiðlum í dag.

Chelsea er sem stendur í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner