Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. mars 2023 23:53
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag gerir allt til að bæta Maguire - „Spilaði vel og sýndi frumkvæði"
Erik ten Hag og Harry Maguire
Erik ten Hag og Harry Maguire
Mynd: Getty Images
Wout Weghorst var góður
Wout Weghorst var góður
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Aftur sýndi liðið persónuleika, karakter, gafst aldrei upp og sneri við leiknum og vann. Þetta var rosalega mikilvægt og geggjuð frammistaða frá liðinu. Við sýndum hvernig hugarfar okkar er og að við höfum karakter til þess að eiga við erfiðar aðstæður. Liðið hélt áfram með orku. Þetat snýst ekki um ellefu leikmenn því þeir sem eru á bekknum geta haft áhrif,“ sagði Erik ten Hag, stjóri Manchester United, eftir 3-1 endurkomusigurinn á West Ham í fimmtu umferð enska bikarsins.

United lenti marki undir snemma í síðari hálfleik en kom til baka seint í leiknum.

Sjálfsmark Nayef Aguerd kom United aftur í leikinn áður en Alejandro Garnacho og Fred kláruðu dæmið.

Harry Maguire, fyrirliði United, var í vörninni í dag en það er ekki oft sem hann fær tækifærið til að sanna sig. Ten Hag var ánægður við hans framlag, en hann hefur verið að gefa enska varnarmanninum góð ráð til að bæta leik sinn.

„Mín leið er betri. Ég kýs að hafa leikmenn sem eru með mikla ákefð. Hann spilaði vel og tók frumkvæði, bæði með og án boltans og var sífellt að biðja um boltann. Hann átti nokkur mjög góð augnablik og ég verð bara að halda áfram að þjálfa hann og leiðbeina honum.“

„Ég sýndi honum myndbönd af frammistöðu hans og annarra leikmanna og hvernig á að yfirspila andstæðinginn og hvernig hann getur haft meiri áhrif. Hann er með rosalega hæfni svona miðað við að hann sé miðvörður og hann verður að nota hana.“


Wout Weghorst var frábær í sóknarleik United og átti stóran þátt í öllum mörkunum.

„Hann var einn besti maður vallarins. Hann var inn í leiknum og þvingaði andstæðinginn til að gera sjálfsmark. Í markinu hjá Garnacho var hann að pressa og svo var hann með góða pressu í þriðja markinu sem Fred skoraði.“

„Hann er vinna vel fyrir liðið. Í byrjun tímabilsins skoraði Marcus Rashford ekki í hverjum leik en ég veit að mörkin munu koma. Þegar fyrsta markið kemur þá koma fleiri í kjölfarið.“


Orkan frá stuðningsmönnum félagsins skilaði sér inn á völlinn og hrósaði Ten Hag þeim.

„Við náðum að byggja samheldni með stuðningsmönnunum. Það byrjar á orku frá liðinu. Stemningin og orkan fer svo aftur í leikmennina og með meiri orku frá stuðningsmönnunum verður þetta hraðara og þú heldur áfram að reyna að ná boltanum aftur og það hefur mikil áhrif,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner