Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2023 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það verði sex mánaða bann hið minnsta
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: EPA
Eins og sagt var frá í gær þá hefur Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, játað að hafa brotið gegn veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Enska fótboltasambandið ákærði Toney í desember síðastliðnum fyrir að hafa brotið veðmálareglur alls 262 sinnum. Toney hefur núna játað sök í mörgum af þessum ákærum en ekki öllum.

Toney er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er búinn að gera 14 mörk í 21 leik fyrir Brentford á þessu tímabili.

Það er búist við því að hann muni fá langt bann en samkvæmt SKy Sports verður bannið sex mánuðir hið minnsta.

Brentford vonast til þess að bannið muni taka gildi sem allra fyrst, svo Toney missi ekki af stærstu hluta næsta tímabils.

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni mega ekki veðja á fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner